VERKEFNI

BÍLAHÚS HÖRPU

Norrænu lýsingarverlaunin 2012:
Norrænu lýsingarverlaunin 2012 voru afhent í nóvember síðastliðinn en tilgangur verlaunanna er að draga athygli að ljósamenningu í hinum norræna heimi. Verðlaunin eru veitt annað hvert ár og eru það fulltrúar frá Danmörku, Noregi, Íslandi, Svíþjóð og Finnland sem leggja fram tilnefningar. Í ár var það Svíþjóð sem var hlutskarpast en verlaunin voru veitt fyrir lýsingarhönnun á leikskóla í Örebro. Einnig eru veit heiðursverlaun og að þessu sinni var það tónlistarhúsið Harpa sem fékk þau fyrir lýsingu í bílakjallara hússins. Þetta er því mikill heiður fyrir Flúrlampa ehf sem sá um ljósabúnað og stýringar í bílakjallara ásamt forritunarvinnu.

Flúrlampar sáu um sérsmíði á 1/2x35W rakaþéttum flúrlömpu, settu upp hágæða Digidim DALI ljósastýringar búnað frá Helvar ásamt því að forrita lýsinguna. Lýsingunni er svo stýrt frá 115 Security.