TÆKNIN

HELVAR DALI

DALI ljósastýrikerfi eru til í fjölbreyttu úrvali til margvíslegra nota fyrir fyrirtæki, stofnanir, samkomuhús fundarsali og einkaheimili og eru nútíma nýbyggingar gjarnan hannaðar með tilliti til möguleika DALI ljósastýringa. DALI stýrikerfi eru forritanleg og stýrð með rofaborði, snertiskjá og/eða fjarstýringu og er sjálfvirk tölvustýring möguleg á einfaldan og öruggan hátt.

Helstu kostir DALI ljósastýringa eru þeir möguleikar sem felast í fyrirfram settum eða forrituðum stillingum fyrir ljósgjafa þar sem mögulegt er að stilla ljósmagn sérhvers ljósgjafa eða ákveðna flokkun þeirra eftir þörfum og stýra síðan eins og að ofan greinir. Einnig er boðið uppá búnað fyrir gluggatjaldastýringar í DALI kerfum.
DALI ljósastýrikerfi spara verulega rafmagnsnotkun og þar með kostnað með því að ljós eru að öllu jöfnu notuð í minna magni með demprun þeirra og vegna sérstillinga fyrir kvöld- og næturlýsingu.

Helstu þættir DALI kerfa:
* Elektrónískar straumfestur fyrir flúrlampa
* Elektrónískar straumfestur fyrir halógen lampa
* Elektrónískar straumfestur fyrir ljósleiðara
* Elektrónískar straumfestur fyrir sparperur
* Stýrieiningar og dimmingar
* Breytar (DALI/1-10V)
* Aukabúnaður (spennugjafar, skynjarar, neyðarbúnaður o.fl.)
* DALI kerfisþjónusta

DALI - Tækni og sveigjanleg ljósastýring

DALI eða “Digital Addressable Lighting Interface” er staðall sem er fyrst og fremst þróaður til stýringa á ljósum. Hann er byggður á því að hver einstakur ljósgjafi, dimmer og takkarofi hafi sína eigin greiningu og auðkenni (address). Þetta gefur notandanum fjölbreytta möguleika til að stýra ljósgjöfunum.

Helvar er í fremstu röð í þróun og framleiðslu á einingum fyrir DALI-staðalinn. Þeir hafa verið virkir þátttakendur frá upphafi þess að farið var að ræða um samræmdan staðal og eru trúlega sá framleiðandi sem kominn er lengst í þróun eininga byggða á DALI-staðlinum.

Staðallinn er byggður á því að allar einingar í kerfi tengist saman með tveimur vírum fyrir digital stýringu. Þessi tveggja-víra leiðari getur verið frá 0,5 til 1,5mm2, óskermaður og má draga í sömu rör og dráttarvírinn. Það sem þarf að gæta að er að fara eftir leiðbeiningum um einangrun o.s.frv. Hámarks lengd á stýrikapli er 300m.

Í leiðbeiningum um DALI-staðalinn koma einnig fram áríðandi atriði sem taka þarf tillit til við skipulag og uppsetningu.

Helstu þættirnir:
Helstu þættirnir eru þeir að hægt er að hafa hámark 16 grúppur, 16 ljóssenur, 250mA straum og 64 addressur í einu DALI-kerfi. Sjálft DALI-bus merkið er óháð pólum.

Í stórum kerfum getur þetta haft takmarkandi áhrif með tilliti til afkasta. Þess vegna hefur Helvar sett á markaðinn nýja og óvenjulega einingu – DigiDim 910 lighting router sem gerir möguleg samskipti milli allt að 8000 DALI-kerfa.

DigiDim rofaborð og þjónar:
Helvar DALI stýrikerfi eru ætluð til notkunar þar sem æskilegt er að aðlaga ljósið eftir þörfum og óskum, ásamt því að spara orku.

DALI eða “Digital Addressable Lighting Interface” er staðall sem er fyrst og fremst þróaður til stýringa á ljósum. Hann er byggður á því að hver einstakur ljósgjafi, dimmer og takkarofi hafi sína eigin greiningu og auðkenni (address). Þetta gefur notandanum fjölbreytta möguleika til að stýra ljósgjöfunum.

Helvar er í fremstu röð í þróun og framleiðslu á einingum fyrir DALI-staðalinn. Þeir hafa verið virkir þátttakendur frá upphafi þess að farið var að ræða um samræmdan staðal og eru trúlega sá framleiðandi sem kominn er lengst í þróun eininga byggða á DALI-staðlinum.

Staðallinn er byggður á því að allar einingar í kerfi tengist saman með tveimur vírum fyrir digital stýringu. Þessi tveggja-víra leiðari getur verið frá 0,5 til 1,5mm2, óskermaður og má draga í sömu rör og dráttarvírinn. Það sem þarf að gæta að er að fara eftir leiðbeiningum um einangrun o.s.frv. Hámarks lengd á stýrikapli er 300m.

Í leiðbeiningum um DALI-staðalinn koma einnig fram áríðandi atriði sem taka þarf tillit til við skipulag og uppsetningu.

Helstu þættirnir:
Helstu þættirnir eru þeir að hægt er að hafa hámark 16 grúppur, 16 ljóssenur, 250mA straum og 64 addressur í einu DALI-kerfi. Sjálft DALI-bus merkið er óháð pólum.

Í stórum kerfum getur þetta haft takmarkandi áhrif með tilliti til afkasta. Þess vegna hefur Helvar sett á markaðinn nýja og óvenjulega einingu – DigiDim 910 lighting router sem gerir möguleg samskipti milli allt að 8000 DALI-kerfa.

DigiDim rofaborð og þjónar:
Helvar DALI stýrikerfi eru ætluð til notkunar þar sem æskilegt er að aðlaga ljósið eftir þörfum og óskum, ásamt því að spara orku.