Skilmálar vefverslunar

Almennt

Lampar.is áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Þetta á einnig við ef um villur í reiknireglum vefverslunnar eiga sér stað.

Greiðslufyrirkomulag:
Tekið er á móti greiðslum með Debit- og Kreditkortum í gegnum öruggt greiðslusvæði Valitor þar sem kortanúmer eru dulkóðuð. Tekið skal fram að Lampar.is geymir ekki né tekur á móti kortanúmerum, allar slíkar upplýsingar fara í gegnum öruggt greiðslusvæði hjá viðurkenndum þjónustuaðila. Hægt er að greiða með Pei og Netgíró. Einnig er hægt að millifæra í gegnum banka/heimabanka. Ef viðskiptavinur velur að greiða með millifærslu er mikilvægt að senda kvittun um greiðslu í tölvupósti á [email protected].  Ef kvittun berst ekki í tölvupósti getur afreiðslutími lengst.

Afhending vöru

Reynt er eftir fremsta megni að afgreiða öll kaup næsta virka dag eftir pöntun. Sé varan ekki til á lager mun starfsmaður senda tölvupóst og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Hægt er að sækja vörur til okkar að Reykjavíkurvegi 66. eða velja flutningsaðila, t.d Íslandspóst, Flytjanda eða Icelandair Cargo og  gilda þá afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmála umbeðins flutningsaðila um afhendingu. Lampar.is ber samkvæmt þeim enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Lampar.is og þar til hún berst viðtakanda er tjónið á ábyrgð flutningsaðila enda um skráðan flutning að ræða, nema kaupandi biðji um annað.

Uppgefinn afhengingartíma verður ávallt reynt að halda nema ef svo ber undir að varan sem keypt er sé ekki til á lager vegna villu í hugbúnaði, nær það til en einskorðast ekki við villur í birgðarhaldi, hugbúnaðarvillu, vefþjónavillu, ef svo ber undir þá mun varan vera afhend við fyrsta hentuga tækifæri þó ekki skemur en að 3 virkum dögum

Skilafrestur

Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með.  Athugið að ekki er hægt að skila sérmíðaðri eða sérsniðinni vöru. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.

Gölluð vara

Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við kostnað við að senda nýja vöru til viðskiptavinar. Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.

Netverð

Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara. Tilboð í vefverslun gilda í sumum tilfellum eingöngu fyrir vefverslun.

Skattar og gjöld

Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.

Sendingarkostnaður

Sendingarkostnaður er reiknaður útfrá gjaldskrá valins flutningsaðila með tilliti til áfangastaðar og fjölda vara, stærð þeirra og þyngd.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Notkun á persónuupplýsingum

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum

Varnarþing

Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans, skal það rekið fyrir íslenskum dómstóli.
Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 byrja að líða er móttaka vöru á sér stað.