- 550-1300
- lampar@lampar.is
- Mán - fim: 8:00-17:00 / Fös: 8:00-15:30
0 kr. 0
No products in the cart.
DALI ljósastýrikerfi eru til í fjölbreyttu úrvali til margvíslegra nota fyrir fyrirtæki, stofnanir, samkomuhús fundarsali og einkaheimili og eru nútíma nýbyggingar gjarnan hannaðar með tilliti til möguleika DALI ljósastýringa. DALI stýrikerfi eru forritanleg og stýrð með rofaborði, snertiskjá og/eða fjarstýringu og er sjálfvirk tölvustýring möguleg á einfaldan og öruggan hátt.
Helstu kostir DALI ljósastýringa eru þeir möguleikar sem felast í fyrirfram settum eða forrituðum stillingum fyrir ljósgjafa þar sem mögulegt er að stilla ljósmagn sérhvers ljósgjafa eða ákveðna flokkun þeirra eftir þörfum og stýra síðan eins og að ofan greinir. Einnig er boðið uppá búnað fyrir gluggatjaldastýringar í DALI kerfum.
DALI ljósastýrikerfi spara verulega rafmagnsnotkun og þar með kostnað með því að ljós eru að öllu jöfnu notuð í minna magni með demprun þeirra og vegna sérstillinga fyrir kvöld- og næturlýsingu.
Helstu þættir DALI kerfa:
* Elektrónískar straumfestur fyrir flúrlampa
* Elektrónískar straumfestur fyrir halógen lampa
* Elektrónískar straumfestur fyrir ljósleiðara
* Elektrónískar straumfestur fyrir sparperur
* Stýrieiningar og dimmingar
* Breytar (DALI/1-10V)
* Aukabúnaður (spennugjafar, skynjarar, neyðarbúnaður o.fl.)
* DALI kerfisþjónusta
DALI eða “Digital Addressable Lighting Interface” er staðall sem er fyrst og fremst þróaður til stýringa á ljósum. Hann er byggður á því að hver einstakur ljósgjafi, dimmer og takkarofi hafi sína eigin greiningu og auðkenni (address). Þetta gefur notandanum fjölbreytta möguleika til að stýra ljósgjöfunum.
Helvar er í fremstu röð í þróun og framleiðslu á einingum fyrir DALI-staðalinn. Þeir hafa verið virkir þátttakendur frá upphafi þess að farið var að ræða um samræmdan staðal og eru trúlega sá framleiðandi sem kominn er lengst í þróun eininga byggða á DALI-staðlinum.
Staðallinn er byggður á því að allar einingar í kerfi tengist saman með tveimur vírum fyrir digital stýringu. Þessi tveggja-víra leiðari getur verið frá 0,5 til 1,5mm2, óskermaður og má draga í sömu rör og dráttarvírinn. Það sem þarf að gæta að er að fara eftir leiðbeiningum um einangrun o.s.frv. Hámarks lengd á stýrikapli er 300m.
Í leiðbeiningum um DALI-staðalinn koma einnig fram áríðandi atriði sem taka þarf tillit til við skipulag og uppsetningu.
Helstu þættirnir:
Helstu þættirnir eru þeir að hægt er að hafa hámark 16 grúppur, 16 ljóssenur, 250mA straum og 64 addressur í einu DALI-kerfi. Sjálft DALI-bus merkið er óháð pólum.
Í stórum kerfum getur þetta haft takmarkandi áhrif með tilliti til afkasta. Þess vegna hefur Helvar sett á markaðinn nýja og óvenjulega einingu – DigiDim 910 lighting router sem gerir möguleg samskipti milli allt að 8000 DALI-kerfa.
DigiDim rofaborð og þjónar:
Helvar DALI stýrikerfi eru ætluð til notkunar þar sem æskilegt er að aðlaga ljósið eftir þörfum og óskum, ásamt því að spara orku.
DALI eða “Digital Addressable Lighting Interface” er staðall sem er fyrst og fremst þróaður til stýringa á ljósum. Hann er byggður á því að hver einstakur ljósgjafi, dimmer og takkarofi hafi sína eigin greiningu og auðkenni (address). Þetta gefur notandanum fjölbreytta möguleika til að stýra ljósgjöfunum.
Helvar er í fremstu röð í þróun og framleiðslu á einingum fyrir DALI-staðalinn. Þeir hafa verið virkir þátttakendur frá upphafi þess að farið var að ræða um samræmdan staðal og eru trúlega sá framleiðandi sem kominn er lengst í þróun eininga byggða á DALI-staðlinum.
Staðallinn er byggður á því að allar einingar í kerfi tengist saman með tveimur vírum fyrir digital stýringu. Þessi tveggja-víra leiðari getur verið frá 0,5 til 1,5mm2, óskermaður og má draga í sömu rör og dráttarvírinn. Það sem þarf að gæta að er að fara eftir leiðbeiningum um einangrun o.s.frv. Hámarks lengd á stýrikapli er 300m.
Í leiðbeiningum um DALI-staðalinn koma einnig fram áríðandi atriði sem taka þarf tillit til við skipulag og uppsetningu.
Helstu þættirnir:
Helstu þættirnir eru þeir að hægt er að hafa hámark 16 grúppur, 16 ljóssenur, 250mA straum og 64 addressur í einu DALI-kerfi. Sjálft DALI-bus merkið er óháð pólum.
Í stórum kerfum getur þetta haft takmarkandi áhrif með tilliti til afkasta. Þess vegna hefur Helvar sett á markaðinn nýja og óvenjulega einingu – DigiDim 910 lighting router sem gerir möguleg samskipti milli allt að 8000 DALI-kerfa.
DigiDim rofaborð og þjónar:
Helvar DALI stýrikerfi eru ætluð til notkunar þar sem æskilegt er að aðlaga ljósið eftir þörfum og óskum, ásamt því að spara orku.
Nauðsyn þess að spara orku:
Stefnan að spara orku er ekki aðeins að skera niður hækkandi orkukostnað heldur einnig að hægja á gróðurhúsaáhrifum á umhverfið. Áætlað er að ljósgjafar noti 10-15% þess rafmagns sem notað er í hinum iðnvædda heimi. Undanfarið hefur verið vakin athygli á mikilvægi orkusparnaðar með markmiðum og leiðbeiningum á alþjóðavettvangi. Sameiginleg markmið sem fram koma í alþjóðlegum samningum varðandi málefni umhverfisins svo og nokkrar reglugerðir Evrópubandalagsins, svo sem varðandi orkunýtingarkröfur fyrir hluti til ljósbúnaðar og bygginga, er ætlað að stuðla að eftirtektarverðum orkusparnaði á ljósasviðinu. Með nýjustu tækni höfum við eignast frábær verkfæri til þess að minnka orkunotkun ljósgjafa. Þetta gerir margvíslegar kröfur á mismunandi sviðum lýsingar.
Sparnaður í perum:
Nýjasta framþróunin í hönnun flúrpera er í samræmi við umhverfismarkmið. Hámark ljósnýtni T5 flúrpera er meira en 10% hærri en T8 pera. Þetta skýrir að hluta hvers vegna T5 tæknin er að yfirtaka T8 varðandi lausnir með ljósastýringum. Vafalaust hefur útlit og umhverfisvænleikinn einnig sín áhrif.
Hægt er að ná fram auknum sparnaði í flúrperum með því að hámarka vinnslu rafskauta. Forhitun er nauðsynleg til þess að koma í veg fyrir að aflræsing valdi óþarfa álagi á rafskautin. Eftir að ræsing hefur átt sér stað getur straumur perunnar haldið nauðsynlegum hita í rafskautunum. Markmiðið hefur þess vegna verið að minnka hita rafskautsins eftir ræsingu til þess að spara orku. Með þessari aðferð er mögulegt að spara aukalega tvö vött per flúrperu.
Sparnaður í straumfestum:
Með því að velja hátíðni elektróníska straumfestu í stað kjarnastraumfestu er algengur orkusparnaður 20-25%. Þessu er aðallega náð með því að nota hátíðni orku til þess að virkja fosfórið í flúrperunum. Elektrónískar straumfestur hitna þar að auki lítið og framleiða því meira ljós úr sömu orkunotkun miðað við kjarnastraumfestur. Þar með er sama ljósmagni náð með minni orkunotkun. Takmörkin sem fram koma í reglugerð EB nr. 2000/55/EC sýna greinilega að 2x58W lampi með kjarnastraumfestu í B2 flokki mun nota 18% meiri orku en lampi með elektróníska straumfestu í A2 flokki og meira en 21% meira en Helvar A2 straumfesta með OCC (Optimum Cathode Control) tækni.
Í framhaldi af OCC nýjungum Helvar eru allar þróaðar straumfestur í dag með rafskauta stjórnkerfi. Þetta hámarkar orkunýtingu bæði flúrpera og straumfesta þannig að náð er hámarks líftíma. Aðrar nýjungar eins og tilkoma hærri rekstrartíðni, hafa enn frekar hjálpað til að minnka orkunotkun og hitastjórnun.
Nýjustu elektrónísku straumfesturnar eru einnig með innbyggðum rafrásum sem þekkja og geta gert greinarmun á mismunandi perugerðum.
Reglugerðin um „RoHS“ er varðar takmarkanir á notkun hættulegra efna (Restriction of use of Hazardus Substances) hefur verð í gildi frá júlí 2006. Frá þeim tíma skulu allar elektrónískar straumfestur vera blýlausar og í samræmi við sett ákvæði varðandi hættuleg efni. Þetta er að sjálfsögðu mjög mikilvægt frá umhverfis- og endurvinnslu sjónarmiðum.
Sparnaður með ljósastýringum:
Hefðbundnar aðferðir við ljósastýringar eins og handvirk stjórnun, stöðugt ljós og viðveru (hreyfi) skynjun geta haft verulegan viðbótar sparnað í för með sér. Við höfum nú þegar elektrónískar straumfestur í A1 flokki (dæmi: Helvar EL-sc og EL-si gerðirnar) sem samræma þessa möguleika og skapa þar af leiðandi orkusparnað.
Þegar skoðaðir eru möguleikarnir á orkusparnaði með dimmingu flúrlampa þá er sparnaðurinn meira en 80% í samanburði við kjarnastraumfestur.
Markmiðið með notkun elektrónískra straumfesta á vettvangi ljóstækni hefur ávallt verið að auka ljósgæði og minnka rafmagnsnotkun. Minnkun álags á umhverfið, minni notkun hættulegra efna (RoHs). Þessi vinna mun stöðugt halda áfram og stuðla að áframhaldandi nýjungum sem og spara orkukostnað og orku almennt til hagsóbta fyrir umhverfið.
Colorlux Plus:
Eru almennar flúrperur með mjög góðum litagjafa (8= 1B, Ra 80-89). Perurnar eru fáanlegar í öllum stærðum bæði T8 (26mm þverm.) og T5 (16mm þverm.)
Þegar T8 flúrperur eru notaðar með kjarna straumfestum er áætlaður meðalendingartími þeirra um 13.000 tímar en með rafrænni straumfestu að meðaltali 20.000 tímar. Meðalendingartími T5 flúrpera er hins vegar 24.000 tímar.
T5 flúrperur eru til í tveim gerðum:
EQ= Efficient output, sem ætlaðar eru þar sem orkan nýtist sem best.
HQ= High output, þar sem krafist er aukins ljósmagns.
Colourlux Plus ES-Energy Saver:
Nota minni orku en gefa svipað ljósmagn bæði með kjarna og- elektrónískri straumfestu.
Colourlux plus XL-Extended Life:
XL eru endingarbetri útgáfur. T8 perur endast að meðaltali 55.000 tíma með elektrónískri straumfestu og 28.000 tíma með kjarnastraumfestu. T5 perur endast að meðaltali 40.000 tíma.
Colourlux Plus SPT-Safety:
Perur í þessum flokki eru með öryggisfilmu sem kemur í veg fyrir að glerbrot dreifist ef pera brotnar. Filman útilokar einnig UV geisla.
Colourlux plus ET-Igloo:
Þessar perur eru með auka öryggishólk sem auðveldar ræsingu við mikinn kulda.
Colourlux de Luxe:
Eru með litaendurgjafa 9 = 1A, Ra 90-100, eða þann hæsta sem fæst.
Narva Bio Vital:
Eru með litaendurgjöf 9 og sérstaklega ætlaðar þar sem skortur er á nátturulegu sólarljósi. Þær geta hentað vel á vinnustöðum þar sem þarf mikla birtu, t,d læknastofum, skólum, leikskólum og til að lýsa upp plöntur.
Narva Food light:
Perurnar eru sérhannaðar til þess að lýsa á valdar fæðutegundir. Með þessari lýsingu kemur ferskleikinn fram án þess að vörurnar séu færðar í sérstakan búning. Nokkrir litir eru í boði, 075 Fresh Light, 0752 Bakery fyrir bakarí/brauðmeti og 076 Nature og 0762 Nature de Luxe til lýsinga í kjötborðum.
Narva Colour (Litaðar perur):
Fyrir auglýsingar, skraut og samkomustaði.
Narva Yellow Special:
Þessar perur gefa ekki frá sér UV eða bláa geisla og eru notaðar eftir aðstæðum. Þær upplita t.d ekki gamla safnmuni. Ljós frá þessum perum er ósýnilegt mörgum skordýrum og því hentugt þar sem þau eru sérstaklega óæskileg.
Narva Blacklight Blue:
Þessar peru gefa frá sér UV langbylgjur en svart glerið hleypir aðeins UV geislum út. Þær eru notaðar m.a á skemmtistöðum, við auglýsingar, við rannsóknir á efnum og við prófun á peningaseðlum og frímerkjum.
T5 Flúrperur:
Allir framleiðendur flúrpera, þ.á.m NARVA benda viðskiptavinum sínum á nauðsyn þess að „hita upp“ perur í allt að 100 tíma áður en þær ná æskilegri tækniviðmiðun skv. staðli IEC 60081. Þegar stöðugleika er náð er viðmiðunin í jafnvægi.
Hægt er að dimma T5 flúrperur með viðeigandi straumfestu og er þá mikilvægt að upphitunin fari fram áður miðað við 100% ljósmagn.
Flúrperur hafa kalda og heita enda sem þekkja má af lengd rafskautshöldu. Merking perunnar er á kalda endanum og er mikilvægt að tryggja þegar flúrperur eru settar upp lóðrétt að þá snúi merkti endinn niður.
Til þess að koma í veg fyrir hitaáhrif þar sem margar perur eru saman er ráðlagt að bilið á milli sé minnst 32mm. Merki á endaum á jafnframt að vera í samræmi.
DALI ljósastýrikerfi eru til í fjölbreyttu úrvali til margvíslegra nota fyrir fyrirtæki, stofnanir, samkomuhús fundarsali og einkaheimili og eru nýbyggingar gjarnan hannaðar með tilliti til möguleika DALI ljósastýringa. DALI stýrikerfi eru forritanleg og stýrð með rofaborði, snertiskjá og/eða fjarstýringu svo og er sjálfvirk tölvustýring möguleg á einfaldan og öruggan hátt.
Helstu kostir DALI ljósastýringa, eru þeir möguleikar sem felast í fyrirfram settum eða forrituðum stillingum fyrir ljósgjafa, þar sem mögulegt er að stilla ljósmagn sérhvers ljósgjafa eða ákveðna flokkun þeirra eftir þörfum og stýra síðan eins og að ofan greinir. Einnig er boðið uppá búnað fyrir gluggatjaldastýringar í DALI kerfum.
DALI ljósastýrikerfi spara verulega rafmagnsnotkun og þar með kostnað með því að ljós eru að öllu jöfnu notuð í minna magni með demprun þeirra og vegna sérstillinga fyrir kvöld- og næturlýsingu.
Helstu þættir DALI kerfa:
* Elektrónískar straumfestur fyrir flúrlampa
* Elektrónískar straumfestur fyrir halógen lampa
* Elektrónískar straumfestur fyrir ljósleiðara
* Elektrónískar straumfestur fyrir sparperur
* Stýrieiningar og dimmingar
* Breytar (DALI/1-10V)
* Aukabúnaður (spennugjafar, skynjarar, neyðarbúnaður o.fl.)
* DALI kerfisþjónusta
Í aldaraðir hefur fólk gert sér grein fyrir því hversu sólarljósið er mikilvægt fyrir líkamlega og andlega starfsemi mannslíkamans. Það eru ekki bara plöntur sem þurfa sólarljós til að vaxa og þróast. Ljós er kraftur alls lífs. Allir hafa nátturulega þörf fyrir sólarljós og margir sjúkdómar eiga rætur að rekja til skorts á sólarljósi. Jafnvel Grikkir til forna voru meðvitaðr um lækningarmátt ljóssins.
Náttúrlegt dagsljós samanstendur ekki aðeins af sjáanlegum ljósbrigðum heldur einnig útfjólubláum og innrauðum geislaafbrigðum. Þar af eru útfjólubláir geislar mikilvægir fyrir vellíðan okkar. Útfjólublátt ljós í hæfilegu magni er nauðsynlegt þar sem það hefur bæði örvandi og stillandi áhrif á orkusvið fólks, efnaskipti, blóðþrýsting og kirtlastarfsemi. Það stuðlar einnig að heilbriðgðum beinvexti með því að mynda D vítamín.
Skortur á sólarljósi vegna tíðrar inniveru án nátturulegs sólarljóss getur orsakað einkenni eins og höfuðverk, sviða eða þrýsting í augum, óöryggi, þreytu, orkuleysi, veikara ónæmiskerfi og jafnvel óreglu á taugakerfi svo og þunglyndi.
Kostir náttúrulegs dagsljóss eru sérstaklega mikilvægir í uppvexti barna og ungs fólks vegna þeirra áhrifa sem það hefur á beinvöxt. Það er gagnlegt fyrir einbeitingu, námshæfni og afhafnasemi.
Í samanburði við fyrri aldir þá er fólk nú í mun minni snertingu við náttúrulegt sólarljós og mestur hluti lífs okkar fer fram innandyra án nægilegs dagsljóss. Þetta skapar mikinn ljósskort sem bæta þarf upp til þess að tryggja vellíðan fólks og starfsorku.
Lýsing með flúrljósum verður sífellt stærri þáttur í daglegu lífi okkar. Flúrljós eru ódýr og nota minni orku en glóperur eða halogenljós í sama ljósmagni. Notkun óviðeigandi flúrlampa eins og halophosphate perur, þar sem þörf er á vandaðri lýsingu, getur orsakað ýmis óþægileg einkenni í augum og getur haft áhrif á frammistöðu og einbeitni.
NARVA BIO vital er flúrpera með litaendurgjöf sem skapar sem næst náttúrulegu sólarljósi. Í þessum flokki pera er ekki aðeins um að ræða sjáanleg ljósbrigði heldur hafa þær þau nauðsynlegu hlutföll útfjólublárra geisla sem mannslíkaminn þarfnast til þess að líða vel.
NARVA BIO vital perur notast einkum á þeim stöðum þar sem fólk eyðir mestum tíma innadyra hvort sem náttúrulegt dagsljós kemur til að hluta eða alls ekki.
Þessi gerð flúrpera er einnig hentug fyrir og hefur ekki síður góð áhrif á þróun dýra- og plöntulífs. Sem dæmi um notkun má nefna læknastofur, skóla og dagheimili sem og garðskála og útihús fyrir húsdýr. NARVA BIO Vital perur hafa háa hitagjöf og mjög góða litaendurgjöf sem gerir þær að sérstaklega góðum kosti fyrir vinnustaði.
LED stendur fyrir Light Emitting Diode á íslensku ýmist kallað díóðuljós eða ljóstvistar.
LED er svo kallað hálfleiðarljós sem umbreytir raforkunni við ca. 3,5V spennu í ljós. Þetta á sér stað við elektróníska hleðslufærslu á milli tveggja rafskauta.
DC straumur keyrir LED og leiðir strauminn aðeins á eina vegu, frá plús til mínus.
LED ljós eru lítil og nota litla orku. Þau eru ekki næm fyrir hitabreytingum, höggum eða titringi og gera okkur kleift að lýsa upp svæði sem áður var erfitt að ná til.
LED gefur frá sér minni hita og getur verið staðsett langt frá spenni eða allt að 20 metrum. LED gefur ekki frá sér útfjólubláa geisla og er því mun umhverfisvænni kostur en venjulegar ljósaperur. Það eru ekki mörg ár síðan byrjað var að nota ljósdíóður í almenna lýsingu en sú tækni er stöðugt að þróast og er svo komið að LED lýsing er ein sú sparneytnasta sem finnst á markaði í dag.
Power LED eða kraft díóður er nýjasta kynslóðin í 1W og 3W ljóssterkum díóðum sem nota faststraum tækni til að ná fram sem mestu ljósmagni og líftíma.
Spennar (straumbreytar)
Díóðuljós eru almennt fyrir 12 eða 24V straumbreyta en kraftdíóður notast við elektróníska jafnstraumsspenna sem gefa stöðugan 350mA straum fyrir 1W og 700mA fyrir 3W díóður. Einnig eru fáanlegir dimmanlegir spennar.
Kostir:
Rafmagnssparnaður
LED ljós nota töluvert minna rafmagn en venjulegar ljósaperur sem gerir það að verkum að rafmagnsreikningurinn lækkar verulega. Til viðmiðunar þá taka LED perur um 20% af því rafmagni sem glóðarperur og halogenperur taka miðað við sömu lýsingu. Einnig þarf mun minni orku til framleiðslu á LED perum en öðrum ljósaperum sem er jákvætt fyrir umhverfið.
Líftími
LED perur hafa langan líftíma en algengast er 20.000- 50.000 klst. sem jafngildir 3-6 árum í notkun, dag og nótt. Til viðmiðunar er algengur líftími á glóðaperum og halógenperum um 2-3.000 klst
Hagkvæmni
Þrátt fyrir hærri start kostnað þá leiðir notkun LED pera til talsverðrar lækkunar á lýsingarkostnaði í heild. LED lýsing lækkar rafmagnskostnað og langur líftími leiðir til lægri viðhalds kostnaðar.
Trailing Edge:
Bakhliða fasastýringadeyfar (Trailing Edge) eru einkum notaðir til þess að deyfa lágspenntar halógenperur. Þeir henta einnig til þess að stýra ljóma frá glóperum og halógenperum. (með elektrónískum spennum)
Leading Edge:
Framhliða fasastýringadeyfar (Leading Edge) eru notaðir til þess að deyfa glóperur. halógenperur, lágspenntar halógenperur með segulspennum og flúrpípum með lágtapa straumfestu og hitunarspenni til viðbótar.
Gæðalýsing með rafeindastýringu „Blað ljóstæknifélags Íslands 2007“
Merking á TCI spennum:
C: It can be regulated with IGBT phase cutting dimmer
L,C: It can be reulated with IGBT or TRIAC phase cutting dimmer
L: It an be regulated with TRIAC phase cutting dimmer
C = IGBT eða Trailing Edge
L = TRIAC eða Leading Edge
Fáðu tilkynningar um nýjustu tilboðin og fréttir af okkur!