SONY DSC

Helvar ljósastýringar

Um miðjan 9. áratuginn keypti Helvar fyrirtækið Electrosonic í Englandi og er í dag helsti framleiðandi Evrópu sem þróar og framleiðir flestar tegundir DALI kerfa. Digidim kerfið sem byggt er á DALI staðlinum er eitt af mörgum sem Helvar er sífellt að þróa.

Helvar býður einnig önnur stýrikerfi fyrir stærri uppsetningar. Imagine-kerfið hefur m.a. verið sett upp í stórum skemmtiferðaskipum og hótel- og skrifstofubyggingum.

Flúrlampar ehf. hafa aflað sér góðrar þekkingar og reynslu sem mun nýtast þér vel sem viðskiptavini okkar þegar þú ferð af stað með ljósastýriverkefni hvort sem það er smátt eða stórt. Við leitumst við að eiga ávallt helstu einingar til á lager en að öðru jöfnu er afgreiðslutími stuttur.

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Helvar

Deila frétt

Share on facebook
Facebook
Share on google
Google+
Share on twitter
Twitter
Share on linkedin
LinkedIn
Share on pinterest
Pinterest