uSeeInterface700

USEE INTERFACE

uSee tengingin færir notanda ljósastýringuna í hendurnar án þess að þörf sé fyrir sérþekkingu á hönnunar forritsins. Samtímahönnun þessarar huglægu tengingar gerir notandanum kleift að kalla fram rauntíma skýrslur um orkunotkun með fáum auðveldum aðgerðum.

uSee vinnur með því að grannskoða á sjálfvirkan hátt stillingar hönnunarforrits kerfisins og túlkar þau á notenda-vænan hátt þannig að þeir sem nota kerfið daglega geti stillt senur og breytt svæðum eftir þörfum.

Senu Aðgangur:
uSee gefur þér aðgang að hönnuðum senum ljósastýrikerisins og gerir þér kleift að skipta á milli þeirra með net-aðgangs tækinu þínu. Þetta opnar ljósastýrkerfið þannig að hægt er að stjórna því hvar sem er í byggingunni og af hverjum sem er án tæknilegrar þekkingar á því hvernig kerfið er forritað.

Senu Breytingar:
Með því að fara með stjónunina einu skrefi lengra þá heimilar uSee þér að breyta og vista aðgerðir innan ákveðnar senu stillingar. Þú getur breytt nafni á senu t.d þannig að „Herbergi 4“ verði „fundarherbergi“ til aðgreiningar og auki notkunargildið. Til viðbótar þessum möguleikum er hægt að dimma og auka ljósmagn inna ákveðins flokks sem eykur mjög aðgang þinn að ljósastýrikerfinu.

Fylgst með Orkunotkun:
uSee sér um rauntíma orkueftirlit á ljósastýrikerfi þínu. Ljósastýrikerfið fylgist sjálfvirkt með álagi ljósa til þess að ákvarða hvenær ljós skulu kveikt og stöðu þeirra. Kerfið reiknar síðan orkunotkunina í heild eða fyrir ákveðið svæði. Þessar upplýsingar gera uSee kleift að fygljast með og gefa þér upplýsingar sem er mikilvægur þáttur við skilvirkni kerfisins og hvar þarf að bæta stöðuna, eins og til dæmis venjulegt viðhald.

Kerfi sem nota Helvar straumfestur finna sjálfvirkt upplýsingar um orku ljósgjafa. Fyrir einingar sem hinsvegar gefa ekki sjálfvirkt slíkar upplýsingar, má setja viðeigandi gildi inn handvirkt þannig að uSee geti einnig fylgst með þeim útreikningum.

Sjá nánar á heimasíðu helvar.

Deila frétt

Share on facebook
Facebook
Share on google
Google+
Share on twitter
Twitter
Share on linkedin
LinkedIn
Share on pinterest
Pinterest